Heimsferðir semja um flug á næsta ári

Tómas Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða.
Tómas Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. mbl.is/Golli

Flugfélagið Travelservice hefur samið við Heimsferðir um að sjá um allt leiguflug ferðaskrifstofunnar í vor-, sumar- og haustáætlun félagsins á næsta ári. Verður ein flugvél Travelservice staðsett á Íslandi og fljúga alla daga á sólaráfangastaði.

Áður hafði flugfélagið Primera air séð um mest allt flug fyrir Heimsferðir, en félögin voru bæði að stórum hluta í eigu Andra Más Ingólfssonar. Primera varð svo gjaldþrota um mánaðarmótin september/október og fluttu þá Heimsferðir samninga sína yfir til Travelservice. Nú hefur samningurinn verið framlengdur fram á næsta ár eins og fyrr segir.

Heimsferðir fljúga meðal annars til Krítar, Costa del Sol, Tyrklands, Alicante, Ítalíu, Króatíu og Tenerife. Travelservice hefur yfir að ráða 78 flugvélum og er jafnframt eigandi Czech Airlines.

Greint var frá því um miðjan október að félagið Travelco hefði keypt allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group, en Andri er stærsti hluthafi Travelco. Meðal eigna félagsins eru Heimferðir, Terra Nova og fleiri ferðaskrifstofur á Norðurlöndunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK