Lengsta áætlunarflug íslenskrar flugsögu

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, og hr. T. Armstrong Changsan, …
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, og hr. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, ásamt áhöfn fyrsta flugs WOW air til Nýju-Delí. Ljósmynd/Aðsend

WOW air flaug sitt fyrsta flug til Nýju-Delí í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingum býðst beint áætlunarflug til Indlands og verður flogið til Nýju-Delí þrisvar sinnum í viku.

Breiðþota WOW air lagði af stað rétt fyrir hádegi í dag og er flugið lengsta áætlunarflug íslenskrar flugsögu.

„Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á ferðum á góðum kjörum til og frá Indland[i] enda land sem býr yfir ríkri menningu og sögu. Með því að tengja Indland við leiðarkerfi WOW air til Norður-Ameríku þá mun staða Íslands sem tengistöð[var] styrkjast enn frekar,“ er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda WOW air, í tilkynningu.

Skúli fór ekki með í jómfrúarferðina til Indlands þar sem hann hefur öðrum hnöppum að hneppa, það er að ganga frá samkomulagi við Indigo Partners um kaup á félaginu. Í tilkynningu sem WOW air sendi frá sér í gær kemur fram að félagið og Indigo Partners hafi fundað síðustu daga um mögu­lega fjár­fest­ingu Indigo Partners í WOW air í kjöl­far þess að hafa und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu í síðustu viku. Bill Fran­ke, stjórnandi Indigo Partners, kom til landsins í vikunni til þess að kynn­ast fé­lag­inu og fara yfir framtíðar­tæki­færi þess.

Ekki hefur verið gefið upp hvenær samningaviðræðum ljúki en áður en kemur til þess þurfa niður­stöður varðandi leiðar­kerfi WOW air, flug­vélaleigu­samn­inga ásamt samn­ing­um við skulda­bréfa­eig­end­ur fé­lags­ins að liggja fyr­ir.

Hr. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, Björn Óli …
Hr. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, Björn Óli Haukson, forstjóri Isavia, og Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK