Kaupa ráðandi hlut í Blackbox

Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni.

Hinn nýja eigendahóp skipa því stofnendur staðarins, Karl Viggó Vigfússon og Jón Gunnar Geirdal, ásamt Jóhannesi Stefánssyni og fjölskyldu í Múlakaffi og Jóhannesi Ásbjörnssyni, samkvæmt fréttatilkynningu frá eigendum. 

„Markmið hins nýja eigendahóps er að fjölga Blackbox-pizzastöðum á næstu misserum og styrkja félagið til framtíðar. Þau verkefni verða leidd af Karli Viggó og Jóni Gunnari. „Við fögnum því að fá til liðs við okkur öfluga aðila með mikla reynslu úr veitingageiranum. Frá upphafi hefur framtíðarsýn Blackbox verið mjög skýr og þessari sýn deila nýir hluthafar með okkur. Fram undan er skemmtilegt ferðalag og fjölbreyttar Blackbox-fréttir væntanlegar,” segir Jón Gunnar Geirdal, einn stofnenda Blackbox, í fréttatilkynningu.

Blackbox Pizzeria opnaði í Borgartúni 26 í janúar en Gleðipinnar eiga og reka Keiluhöllina í Egilshöll og Shake&Pizza. Þeir eiga jafnframt meirihluta í Hamborgara-fabrikkunni sem starfrækir 3 veitingastaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK