Tafir á greiðslum Kortaþjónustunnar

Kortaþjónustan.
Kortaþjónustan. Eggert Jóhannesson

Viðskiptavinir Kortaþjónustunnar, m.a. kaupmenn, hafa orðið fyrir því í nokkur skipti að undanförnu að uppgjör til þeirra hafa dregist.

Þannig hefur sá háttur verið hafður á að Kortaþjónustan geri upp við flesta viðskiptavini sína á miðvikudögum fyrir klukkan 9 á morgnana. Í gær gerðist það t.d. að greiðslur töfðust fram eftir degi. Kaupmaður sem ViðskiptaMogginn ræddi við í gær sagði seinkanir á greiðslum hafa komið sér illa fyrir fyrirtæki sitt.

Björgvin Skúli Sigurðsson, forstjóri Kortaþjónustunnar, segir að þessar tafir hafi sannarlega orðið en að þær feli ekki í sér brot á samningum við viðskiptamenn fyrirtækisins.

Björgvin Skúli segir tafirnar á greiðslum til viðskiptavina ekki tengjast rekstrarlegri stöðu fyrirtækisins en það tapaði 1,6 milljörðum í fyrra og nýir hluthafar þurftu að leggja fyrirtækinu til umtalsverða fjármuni í kjölfar þess að það varð fyrir miklu höggi vegna gjaldþrots breska flugfélagsins Monarch.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK