Farsímasala dregst saman um allt að 10%

Minna er selt af farsímum í stykkjum talið í ár …
Minna er selt af farsímum í stykkjum talið í ár en í fyrra hjá mörgum stærri söluaðilum. AFP

Farsímasala hefur dregist saman hjá flestum stærstu söluaðilum hér á landi og virðist sú þróun benda í átt til breytts neyslumynsturs. Veltan eykst á meðan fjöldi seldra síma minnkar um allt að 10% og því virðist sem fólk kaupi sér dýrari síma sem duga lengur.

Þessi þróun endurspeglast einnig í bráðabirgðatölum Hagstofunnar en þar kemur fram að innflutningur á farsímum hafi dregist saman um 5,5% á milli ára ef fyrstu átta mánuðir ársins 2018 eru bornir saman við árið í fyrra. 82.680 farsímar voru fluttir inn á fyrstu átta mánuðum ársins í fyrra en þeir eru 78.398 í ár.

Í samtali við ViðskiptaMoggann segir Ragnheiður Hauksdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vodafone, magn seldra farsíma hafa minnkað um 10% hjá fyrirtækinu það sem af er ári miðað við söluna í fyrra. „Verðmæti seldra síma hækkar á milli ára. Við sjáum aukningu í dýrari símtækjum og fækkun í þeim ódýrari. Þetta leiðir af sér að heildarfjöldi seldra símtækja lækkar lítilega á milli ára.“

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK