Eldsneytismarkaðurinn á tímamótum vegna orkuskipta

Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður sameinaðs félags N1 og Festar.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður sameinaðs félags N1 og Festar. Eggert Jóhannesson

Samrunaferli N1 og Festar hefði getað tekið mun skemmri tíma og heppilegra hefði verið ef Samkeppniseftirlitið hefði gefið út frá upphafi hvaða markmiðum það vildi ná. Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður sameinaðs félags, segir hins vegar að nú þegar ferlið sé að baki séu ótal tækifæri í kortunum fyrir hinn gríðarstóra smásölurisa sem teygir starfsemi sína um land allt.

Ung stúlka ræður sig til starfa hjá Sláturfélagi Suðurlands í Austurveri. Þar er nú rekin Nóatúnsverslun. Hana hefur ekki grunað að áratugum síðar myndi hún fara fyrir stjórn eins stærsta þjónustufyrirtækis landsins, sem ræki verslun í þessu húsi, enn síður hefur hana grunað að innan við tveimur áratugum síðar ætti hún eftir að ráða sig til starfa hjá olíufurstum frá Kúveit. En svona getur lífið verið ótrúlegt en satt.

Margrét Guðmundsdóttir lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og bauðst í kjölfarið starf í Brussel í Belgíu. Ári síðar ákvað hún að setjast aftur á skólabekk og þá varð Copenhagen Business School fyrir valinu.

„Það var áhugaverð námslína í mannauðsstjórnun og ég var í fyrsta árganginum. Ýmsum fannst þetta léttvægt og þeir skildu ekki hvað ég ætlaði að nýta þessa menntun í. Náminu lauk og ég fékk starf hjá ESSO í Danmörku. Þá má segja að örlögin hafi verið nokkurn veginn ráðin. Ég var þar í fimm ár og vann í evrópsku teymi sem hafði með stjórnendaþjálfun og -ráðningar að gera. Það var frábær tími hjá öflugu fyrirtæki. Allt mjög faglegt og þarna komst ég að því að hjá alþjóðlegu fyrirtæki eins og þessu skiptir engu máli hvort maður er karl eða kona, Íslendingur eða Dani, dökkur á hörund eða hvítur. Maður er einfaldlega metinn á grundvelli þess sem maður hefur fram að færa.“

Sjá ítarlegt viðtal við Magréti í miðopnu ViðskiptaMoggans í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK