Launagreiðendum fjölgar um 3,4%

Sé byggingastarfsemi og mannvirkjagerð skoðað sérstaklega voru launagreiðendur í júní …
Sé byggingastarfsemi og mannvirkjagerð skoðað sérstaklega voru launagreiðendur í júní í ár 2.704 talsins, en launþegar um 14.100. mbl.is/Hari

Launagreiðendum á Íslandi fjölgaði um 3,4% frá júlí 2017 til júlí í ár að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar. Voru launagreiðendur á því tímabili að jafnaði 17.952 og hafði fjölgað um 591 frá síðustu 12 mánuðum þar á undan.

Á þessu sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 192.000 einstaklingum laun og er það aukning um 7.500 launþega, eða 4,1%, samanborið við 12 mánaða tímabilið á undan.

Sé byggingastarfsemi og mannvirkjagerð skoðað sérstaklega voru launagreiðendur í júní í ár 2.704 talsins, en launþegar um 14.100 og hefur launþegum fjölgað um 900, eða 7%, samanborið við júní 2017.

Á þessu sama tímabili hefur launþegum í heild fjölgað um 3.500, eða 2%, en fækkað um 400, eða 4%, í sjávarútvegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK