Vilja fjölga stöðum Gló í Kaupmannahöfn

Gló opnaði 25 fermetra stað í nýrri mathöll sem er …
Gló opnaði 25 fermetra stað í nýrri mathöll sem er samtengd skemmtigarðinum Tivoli í miðborg Kaupmannahafnar.

Stefnt er að opnun tveggja nýrra hollustuveitingastaða undir merkjum Gló í Kaupmannahöfn á næstu sex mánuðum.

Fyrsti staðurinn var opnaður fyrir rúmu ári í kjallaranum á verslunarhúsinu Magasin du Nord á einum fjölfarnasta stað borgarinnar. Annar staðurinn var svo opnaður í nóvember í fyrra í nýrri mathöll við Tívolí.

Í umfjöllun um útras þessa í ViðskiptaMogganum í dag segir Birgir Þór Bieltvedt, aðaleiganda Gló, reksturinn gangi vel. Helsti styrkleiki staðarins í Danmörku sé að hann selur nánast alfarið lífrænan mat. Leit að álitlegri staðsetningu fyrir staðina tvo stendur yfir og gæti Svíþjóð orðið næsti áfangastaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK