„Verða að vanda sig meira í dag“

Á Laugaveginum einum eru fjörutíu starfandi veitingastaðir í dag. Stöðum …
Á Laugaveginum einum eru fjörutíu starfandi veitingastaðir í dag. Stöðum fjölgar einnig í næstu götum við Laugaveginn og víðar. mbl.is/Valli

„Mín tilfinning er sú að markaðurinn sé orðinn mettur,“ segir reyndur veitingamaður úr Reykjavík um veitingahúsamarkaðinn í borginni.

Veitingastöðum og matsölustöðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum áratug samhliða fjölgun ferðamanna og hefur landslag Laugavegarins og miðborgarinnar líklegast orðið fyrir mestum breytingum vegna þessa.

Fjölbreytt úrval veitingastaða

Morgunblaðið fór í óformlega könnunarrannsókn í gær er blaðamaður gekk niður Laugaveginn og skráði samviskusamlega niður hjá sér þá matsölustaði og veitingastaði sem urðu á vegi hans. Samkvæmt þeim útreikningum eru starfandi fjörutíu veitinga- og matsölustaðir á Laugaveginum einum og sér, frá Bankastræti og upp að Hlemmi. Þá eru ekki meðtalin þau fjölmörgu kaffihús og barir sem þar finnast. Veitingastaðir þessir eru af öllum toga; í bland við nýrri og nýtískulega veitingastaði og „Bistro“ má finna rótgróna fjölþjóðamatsölustaði og allt þar á milli.
mbl.is/Valli

Að sögn Óla Más Ólasonar, veitingamanns og eiganda nokkurra veitingastaða í miðbænum, var fjölgun í veitingabransanum gífurlega mikil á tímabilinu 2012-2015 en hefur nú náð jafnvægi.

„Nú er bara komið það mikið af veitingastöðum og börum og þetta er farið að dreifast á mun fleiri hendur. Það er ekki aukning lengur og fækkar gestum ef eitthvað er,“ segir Óli. Af þeim sökum þurfi nýir veitingastaðir að vanda sig ef þeir eiga að lifa af. „Veitingastaðir þurfa að hafa meira fyrir hlutunum núna ef miðað er við hvernig þetta var fyrir nokkrum árum og vanda sig meira. T.d. verða þeir að passa upp á verðlagningu fyrir erlenda ferðamenn til að eiga séns,“ segir Óli og bætir við að það hafi aukist að ferðamenn kaupi sér ódýrari mat og mat í lágvöruverslunum.

Bransinn barmar sér

Ólafur Örn Ólafsson, sem einnig hefur víðtæka reynslu af veitingastaðarekstri, segir að lítið eða ekkert svigrúm sé til útþenslu á markaðnum.
„Bransinn hefur verið að barma sér yfir stöðunni veit ég. Mín tilfinning er sú að veitingahúsamarkaðurinn sé að verða mettur ef hann er ekki orðinn mettur,“ segir Ólafur. Hann telur jafnframt að reynsla af veitingastaðarekstri leiki stórt hlutverk þegar kemur að afkomu staðanna. „Sumir hafa þekkingu og aðrir minni þekkingu til að reka veitingastaði og það er sennilega það sem skilur milli feigs og ófeigs í þessu umhverfi.“
mbl.is/Valli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK