Kvennasamtök ráða karl sem formann

Frá London.
Frá London. mbl.is/Atli Steinn

Samtök kvenna sem hafa það að markmiði að styðja við bakið á kvenkyns leiðtogum hafa verið gagnrýnd fyrir að ráða karlmann til að gegna þar formennsku.

AllBright, sem eru rekin af einkaaðilum, tilkynntu að Allan Leighton hefði tekið að sér formennskuna.

Debbie Wosskow, annar af stofnendum samtakanna, varði ákvörðunina og sagði að til að ná breytingum í gegn „þarftu að fá karlmenn til liðs við þig“, að því er BBC greindi frá.

Samtökin AllBright voru stofnuð árið 2016 af Wosskow og Önnu Jones. Þar er starfræktur einkaklúbbur, auk akademíu þar sem konum er veitt aðstoð við að ná betri árangri í viðskiptum.

Á meðal þekktra félaga eru leikkonan Naomie Harris og fréttakonan Sarah-Jane Mee.

„Auðvitað þurfum við að hafa karlmenn með okkur í liði,“ sagði grínistinn Kate Smurthwaite í þættinum Today Programme á BBC.

„Hvernig getum við náð nokkrum árangri án þess að karlmenn séu tilbúnir til að deila völdum? Ég er samt ekki sannfærð um að láta karlmenn stjórna,“ sagði hún og átti við ráðningu Allan Leighton.

Hún sagði að með því að ráða hann væri AllBright að leyfa honum að „baða sig í sviðsljósinu og vera um leið í áberandi og mikilvægri stöðu“.

Wosskow, sem var einnig gestur þáttarins, lagði áherslu á að stofnendur samtakanna muni áfram hafa völdin.

„Það verður til mjög, mjög áhugavert andrúmsloft þegar konur ráða karlmenn í klúbb þar sem frumkvæði kvenna er fagnað,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK