Lán til heimila í erlendum myntum nær engin

AFP

Útlán til heimila í erlendum gjaldmiðlum eru nánast engin eða um 0,1% af vergri landsframleiðslu, en hlutfallið fór hæst upp í 22,4% í lok árs 2008. Þetta kemur fram í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.

Þar sem heimilin hafa stýrt hjá beinni gengisáhættu getur Seðlabankinn brugðist við samdrætti með því að lækka stýrivexti. Lægri vextir ættu að öllu öðru óbreyttu að veikja gengið en það hefur ekki jafn neikvæð áhrif og fyrir hrun þar sem heimilin eru ekki jafn berskjölduð fyrir gengisáhættu og þá.

Þá bendir mun betri skuldastaða heimila og lægra vægi einkaneyslu til þess að betri forsendur séu fyrir „mjúkri lendingu“ nú en fyrir hrun, að mati Arion banka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK