Guðbjartur yfir framkvæmdasviði Eikar

Borgartún 21 er hluti af eignasafni Eikar.
Borgartún 21 er hluti af eignasafni Eikar. mbl.is/Árni Sæberg

Guðbjartur Magnússon hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra framkvæmdasviðs Eikar fasteignafélags hf. Guðbjartur hefur gegnt starfi verkefnastjóra hjá Eik fasteignafélagi frá árinu 2017.

Guðbjartur lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Hafnarfirði árið 1998, árið 2004 lauk Guðbjartur B.Sc.-prófi í byggingafræði frá Vitus Bering CVU í Horsens í Danmörku og hlaut réttindi sem húsasmíðameistari sama ár. Árið 2006 lauk hann prófi sem löggiltur mannvirkjahönnuður og árið 2010 sem viðurkenndur BREEAM-vottunaraðili.

Hann starfaði hjá VSÓ ráðgjöf á árunum 2005-2017 og starfaði sem húsasmiður hjá dönskum verktökum samhliða námi í Danmörk á árunum 2001-2003. Þá var Guðbjartur stundakennari í framkvæmdafræði og gerð verk- og kostnaðaráætlana við Háskólann í Reykjavík, prófdómari byggingafræðinema á árunum 2013-2017, og dómkvaddur matsmaður hjá Héraðsdómi Reykjaness og Reykjavíkur á árunum 2008-2017.

Guðbjartur hefur mikla reynslu af verkefnastjórnun, framkvæmdaeftirliti og framkvæmdaráðgjöf, ásamt gerð verk- og kostnaðaráætlana, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Eik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK