Vill stöðva birtingu skattalistanna

mbl.is/Ófeigur

Björgvin Guðmundsson, meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins KOM, telur að „hákarlalisti“ ríkisskattstjóra yfir þá fjörutíu sem greiða hæstu skattanna hafi verið birtur í síðasta sinn en hann mun fara fram á að ríkisskattstjóri láti af útgáfu listans. 

Björgvin greindi frá þessu í færslu á Twitter. Þar rifjar hann upp að í fyrra hafi hann boðist til að aðstoða alla á listanum það árið við að kæra embættið enda sé enginn lagastoð fyrir samantektinni. 

„Loksins er þetta loforð mitt frá því í fyrra komið í farveg. Síðasti hákarlalistinn hefur verið sendur út krakkar,“ skrifar Björgvin á Twitter. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Björgvin í fyrra hafi fólk á listanum ekki verið tilbúið í þetta en nú hafi einn á listanum veitt honum umboð til að fara með málið fyrir sína hönd. 

„Nú er ég farinn af stað í þessa vinnu, að koma því til leiðar að þessari birtingu yfir hæstu skattgreiðendur á Íslandi verði hætt,“ segir Björgvin í samtali við Ríkisútvarpið en hann vill ekki nafngreina manninn sem veitti honum umboðið. 

Mun Björgvin senda Persónuvernd erindi þar sem kvartað verður yfir því að embætti ríkisskattstjóra safni saman persónuupplýsingum með skipulögðum hætti og sendi út til opinberrar birtingar og þá mun hann einnig fara fram á við fjármálaráðuneytið að það beiti sér gegn birtingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK