Segja KPMG í Bretlandi til syndanna

AFP

Bresk eftirlitsyfirvöld gagnrýna verklag endurskoðunarrisans KPMG harðlega og segja að gæði endurskoðana fyrirtækisins hafi „versnað óásættanlega“.

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá gæðaúttekt eftirlitsstofnunarinnar Financial Reporting Council (FRC) á stærstu endurskoðunarfyrirtækum Bretlands. FRC fann að hjá öllum fyrirtækjunum en KPMG var tekið sérstaklega fyrir vegna lélegra gæða. 

„Gæðin hjá einu fyrirtæki, KPMG, hafa versnað óásættanlega,“ segir í tilkynningu frá eftirlitsstofnuninni. „50% endurskoðana KPMG á FTSE 350-fyrirtækjum var ábótavant samanborið við 35% árið á undan.“

Forstöðumaður FRC segir að öll stóru endurskoðunarfyrirtækin verði að taka sér tak, sérstaklega hvað varðar endurskoðanir á bönkum. 

KPMG í Bretlandi hefur gefið út að fyrirtækið sé „vonsvikið“ með niðurstöðu úttektarinnar og að tekin verði skref til að auka gæða endurskoðana þess.

Fjögur stærstu endurskoðunarfyrirtæki Bretlands   KPMG, Deloitte, EY og PwC — hafa verið í sviðsljós­inu síðustu mánuði eft­ir röð stór­felldra mistaka. Má nefna gjaldþrot breska verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Carilli­on í því sam­hengi en KMPG er nú til rann­sókn­ar vegna máls­ins.

Greint var frá því í maí að fjög­ur stærstu end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­in hefðu látið út­búa viðbragðsáætl­un við mögu­legri upp­skipt­ingu fyr­ir­tækj­anna í Bretlandi sem stjórn­mála­menn og eft­ir­lits­stofn­an­ir hafa talað fyr­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK