Kanadabúar breyta neyslu vegna deilna

Átök Trumps og Trudeaus gera Kanadabúa afhuga bandarískum vörum.
Átök Trumps og Trudeaus gera Kanadabúa afhuga bandarískum vörum. AFP

Könnun sem birt var á föstudag bendir til þess að 70% Kanadamanna hyggist ætla að reyna að sniðganga bandarískar vörur. Það var markaðsrannsóknafyrirtækið Ipsos sem gerði könnunina um miðja síðustu viku og náði hún til 1.001 Kanadabúa og 1.005 Bandaríkjamanna.

Svörin þykja sýna hvernig viðskiptadeilur Bandaríkjanna og Kanada eru farnar að lita viðhorf almennra neytenda. Reuters greinir frá að meirihluti svarenda, bæði Kanada- og Bandaríkjamegin, styðji stefnu Justins Trudeaus, forsætisráðherra Kanada, og sé ekki hrifinn af því að Donald Trump Bandaríkjaforseti skuli hafa skapað spennu á milli þjóðanna með því að vilja gera breytingar á NAFTA-samningnum frá árinu 1994.

Sögðust 85% Kanadamanna og 72% Bandaríkjamanna fylgjandi aðild að NAFTA og 44% svarenda hjá báðum þjóðum töldu að það yrði landi þeirra til hagsbóta að endurskoða samninginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK