Arion lækkaði lítillega í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Arion banka lækkaði um 0,8% á öðrum viðskiptadegi með bréfin og nam umfang viðskiptanna 148 milljónum króna. Dagslokagengi var 88,05 krónur á hlut en í útboðinu var fjárfestum seldur hluturinn á 75 krónur.

Frumútboði á fjórðungshlut í Arion banka í tengslum við skráninguna lauk á fimmtudaginn í síðustu viku og voru seld­ir hlut­ir fyr­ir sam­tals 39.028 millj­ón­ir króna. Á fyrsta degi viðskipta með bréfin hækkaði gengið um 18,4%.

Lækkun gengis hlutabréfa í Arion banka í dag var í takti við önnur skráð félög í Kauphöllinni en aðeins hlutabréf í Icelandair og Símanum hækkuðu. Mest lækkaði Sýn, eða um 1,44% og síðan Origo um 1,43%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK