Hagnaður Íslandshótela dróst saman

Grand Hótel er hluti af Íslandshótelum.
Grand Hótel er hluti af Íslandshótelum. mbl.is/Baldur

Hagnaður af rekstri Íslandshótela dróst nokkuð saman á árinu 2017 frá árinu á undan og var hagnaðurinn 401 milljón króna á síðasta ári en 936 milljónir árið áður. Að teknu tilliti til 2,8 milljarða króna endurmats á fasteignum og lóðum félagsins var heildarafkoman tæplega 2,7 milljarðar á síðasta ári, samanborið við liðlega 3,7 milljarða árið 2016, en endurmatið hefur ekki áhrif á rekstrarreikning félagins. Endurmatið var fært í eigið fé félagsins, í samræmi við reikningsskilastaðla sem félagið tók upp á síðasta ári, en ársreikningur Íslandshótela var í fyrsta sinn gerður í samræmi við IFRS, alþjóðlega reikningsskilastaðla.

Tekjur jukust um rúmlega 1,3 milljarða króna milli ára; hækkuðu úr 9,9 milljörðum í 11,2 milljarða. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og virðisrýrnun stóð nánast í stað á milli ára og nam um 3,0 milljörðum. Afskriftir og virðisrýrnun voru hins vegar 650 milljónum króna meiri en 2016.

Íslandshótel reka sautján hótel um land allt, þar af sex í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK