Sony orðið stærst í tónlistarútgáfu

Kenichiro Yoshida, forstjóri Sony.
Kenichiro Yoshida, forstjóri Sony. AFP

Japanska fyrirtækið Sony er orðið ráðandi hluthafi í útgáfufyrirtækinu EMI Music Publishing og hefur þannig komist yfir réttinn á fleiri en tveimur milljónum laga listamanna á borð við Queen og Alicia Keys.

Kaupin, sem nema 2,3 milljörðum Bandaríkjadala, jafngildi 241 milljarðs króna, gera Sony að stærsta tónlistarútgáfufyrirtæki heims, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sony átti fyrir rétt á 2,3 milljónum laga, þar á meðal öllum Bítlalögunum. 

Með kaupum á hlut Mubadala Investment Company jókst hlutur Sony í EMI Music Publishing úr 30% í 90%. Í tilkynningu um kaupin er haft eftir Kenichiro Yoshida, forstjóra Sony, að efnisveitur á netinu hafi hleypt lífi í tónlistariðnaðinn. Þetta er stærsta ákvörðun Yoshida hingað til en hann settist í forstjórastólinn fyrr á árinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK