TripAdvisor kaupir Bókun

Hjalti Baldursson, forstjóri Bókunar.
Hjalti Baldursson, forstjóri Bókunar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bandaríska bókunarsíðan TripAdvisor hefur keypt allt hlutaféð í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá TripAdvisor sem er stærsta ferðasíða heims. Hjalti Baldursson og Ólafur Gauti Guðmundsson stofnuðu Bókun árið 2012 utan um framleislu á hugbúnaði fyrir ferðaþjónustuna. 

Fyrirtækið hefur vaxið ört og hefur víðtækan kúnnahóp, eða allt frá smærra ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi upp í alþjóðlegt Fortune 500 fyrirtæki. Meirihluti fyrirtækja í íslenskri ferðaþjónustu notar Bókun sem sitt sölu-, birgða- og samningakerfi.

Höfuðstöðvar Bókunar verða áfram staðsettar á Íslandi og eru áform um að stækka starfsemina. Kaupverðið var ekki gefið upp í tilkynningunni um yfirtökuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK