Þarf að bjóða 42 milljarða til viðbótar

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi og forstjóri Brims, þarf að bjóða öllum hluthöfum HB Granda sama verð og hann bauð Kristjáni Lofts­syni og Hall­dóri Teitssyni. Þannig þarf Guðmundur að bjóða 42 milljarða króna til viðbótar við þá 21,7 milljarða sem hann bauð Kristjáni og Halldóri.

Greint var frá því á miðvikudaginn að Guðmund­ur hefði keypt 34,1% eign­ar­hlut Kristjáns og Hall­dórs í HB Granda á verðinu 35 krónur á hlut, eða um 16% yfir markaðsverði hlutbréfa fyrirtækisins í Kauphöllinni. Það sem af er degi hefur verð hlutabréfa í HB Granda hækkað um 14,% og stendur nú í 34,5 krónum á hlut. 

Í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um yfirtökuskyldu hafi hluthafi eignast yfir 30% eignarhlut í fyrirtæki á hlutabréfamarkaði. Tilboðsgjafi skal bjóða öllum hluthöfum sem eiga hluti í sama hlutaflokki sömu skilmála. Verð yfirtökutilboðsins skal svara til hæsta verð sem tilboðsgjafi hefur greitt fyrir að eignar í viðkomandi félagi síðustu sex mánuði áður en tilboð var sett fram. Það má hins vegar ekki vera lægra en síðasta viðskiptaverð hluta í félaginu daginn áður en yfirtökuskyldan myndaðist. Fjármálaeftirlitið getur breytt tilboðsverði, til hækkunar eða lækkunar, ef um sérstakar kringumstæður er að ræða og reglunni um jafnræði hluthafa er fylgt.

Sé miðað við verðið sem Guðmundur bauð Kristjáni og Halldóri þarf hann að bjóða 35 krónur á hlut í þá 1,2 milljarða hluta sem hann á ekki, samanlagt 42 milljarða króna. Guðmundur hefur fjögurra vikna frest en getur þó óskað eftir því að verða leystur undan tilboðsskyldu í tiltekinn tíma en skilyrði fyrir slíku leyfi eru að markmiðið sé að forða félagi frá alvarlegum fjárhagsvanda og að stjórn félagsins sé því samþykk. 

Guðmundi ber að bjóða öðrum hluthöfum í viðkomandi félagi greiðslu í formi reiðufjár, hluta sem bera atkvæðisrétt eða hvoru tveggja. Hyggist hann greiða fyrir hlutina með reiðufé skal lánastofnun á Evrópska efnahagssvæðinu ábyrgjast þá greiðslu. 

Eftir kaupin sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaiðið að hann vildi að sem flest­ir nú­ver­andi hlut­haf­ar yrðu áfram eig­end­ur í fé­lag­inu og að dreift eign­ar­hald væri einn af styrk­leik­um HB Granda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK