Milljarðaávinningur af starfsemi VIRK

Virk starfsendurhæfingarsjóður. Hlutverk sjóðsins er að efla starfsgetu einstaklinga í …
Virk starfsendurhæfingarsjóður. Hlutverk sjóðsins er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu.

Heildarávinningur af starfsemi VIRK nam 14,1 milljarði króna í fyrra og ávinningur á hvern útskrifaðan einstakling var 12,6 milljónir króna samkvæmt nýrri skýrslu Talnakönnunar sem unnin var fyrir VIRK.

Bæði heildarávinningurinn og ávinningur samfélagsins af virkni útskrifaðra einstaklinga eykst á milli ára, segir á vef VIRK.

„Niðurstöður skýrslu sem Vigfús Ásgeirsson tryggingastærðfræðingur hjá Talnakönnun hf vann fyrir stjórn VIRK sýna að 14,1 milljarðs króna ávinningur var af starfsemi VIRK árið 2017. Niðurstöður fyrri athugana Talnakönnunar sýndu að ávinningur af starfi VIRK var 13,6 milljarðar árið 2016, 13,8 milljarðar 2015, 11,2 milljarðar króna 2014 og 9,7 milljarðar á árinu 2013. Í þessu samhengi má benda á að rekstrarkostnaður VIRK nam 2,8 milljörðum 2017,“ segir á á vef VIRK.

Í skýrslunni var einnig reiknaður meðalsparnaður, ávinningur samfélagsins af virkni einstaklinganna, á hvern útskrifaðan einstakling frá VIRK og nam hann 12,6 milljónum króna á árinu 2017 og eykst aðeins frá fyrra ári þegar ávinningurinn af hverjum útskrifuðum einstaklingi nam 12,2 miljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK