Kaupin skapa yfirtökuskyldu

„Úti á hinum stóra markaði eru íslensku fyrirtækin afskaplega lítil …
„Úti á hinum stóra markaði eru íslensku fyrirtækin afskaplega lítil og yrðu félögin sterkari með því að vinna saman,“ segir Guðmundur. Hann hefur nú stóraukið umsvif sín í íslenskum sjávarútvegi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Við kaup útgerðarfélagsins Brims hf. á 34,1% hlut Vogunar, dótturfélags Hvals hf. og Fiskveiðihlutafélagsins Venusar, í HB Granda, skapast yfirtökuskylda gagnvart öðrum hluthöfum fyrirtækisins.

Kaupverð hlutarins nemur 21,7 milljörðum króna. Meðal stærstu hluthafa eru Lífeyrissjóður verslunarmanna með tæplega 13,7% hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með ríflega 11,7% hlut.

Kaupin verða fjármögnuð með sölu eigna og með aðkomu fjármálastofnana. Þar sem Brim eignast meira en 30% hlut í félaginu hefur myndast yfirtökuskylda gagnvart öðrum hluthöfum HB Granda. Kaupverðið er 35 krónur á hlut sem er um 16% yfir markaðsverði.

Í viðtali í Morgunblaðinu í dag um kaupin segist Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi og forstjóri Brims, vilja að sem flestir núverandi hluthafar verði áfram eigendur í félaginu og segir dreift eignarhald einn af styrkleikum HB Granda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK