Spítalamoldin fer í Laugarnes

Í Sundahöfn fer fram meginstarfsemi hafnanna í Reykjavík, m.a. allir …
Í Sundahöfn fer fram meginstarfsemi hafnanna í Reykjavík, m.a. allir vöruflutningar. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að óska heimildar Reykjavíkurborgar fyrir nýrri landfyllingu við Klettagarða í Sundahöfn. Ætlunin er að í landfyllinguna verði notað jarðefni sem fellur til vegna framkvæmda við nýjan Landspítala við Hringbraut á árunum 2018 til 2020.

Á síðasta stjórnarfundi var tekið til afgreiðslu bréf frá NLSH ohf. þess efnis hvort Faxaflóahafnir gætu nýtt jarðefnið til landfyllingar. Samkvæmt frummati er um að ræða 200 þúsund rúmmetra efnis og af því mætti nota um 80% til landgerðar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í bréfinu segir að mikilvægt sé að stytta akstursleiðir til losunar og að umhverfissjónarmið vegi hér þungt. Öll svæði nálægt Hringbraut séu betri kostur til brottflutnings á efni en flutningur þess í Bolaöldur fyrir ofan Reykjavík, sem eru í um 35 kílómetra fjarlægð frá verkstað. Efni frá Landspítalalóðinni þarf að fara jafnóðum frá svæðinu, þar sem starfsemi spítalans verður rekin í þeim húsum sem fyrir eru meðan á framkvæmdunum stendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK