Dýrt að hækka laun á Íslandi

Of hár launakostnaður íslenskra fyrirtækja mun á endanum bitna harkalega á samkeppnishæfni landsins og sífellt fleiri dæmi eru um að fyrirtæki verði undir í samkeppni um verkefni á erlendum vettvangi vegna óhagstærða ytri rekstrarskilyrða. Þetta segir Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, í grein sem birt er í ViðskiptaMogganum í dag.

Bendir hún m.a. á að nýlega hafi íslensk verkfræðistofa verið undirboðin af norskri verkfræðistofu. „Þegar stjórnendur grennsluðust fyrir um hvernig á þessu gæti staðið þar sem launakostnaður í Noregi er hár kom á daginn að meirihluti starfsmannanna er í Austur-Evrópu, þar sem laun eru umtalsvert lægri, en verkstjórnunin fer fram í Noregi.

Segir Ásta þetta dæmi sýna að veruleg hætta sé á því að verðmæt og vel launuð störf, jafnvel hátæknistörf, muni smám saman flytjast úr landi ef ekki verði gætt að samkeppnishæfni landsins.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta lesið grein Ástu í heild sinni hér.

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK