Skúli íhugar að fá meðeigendur

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. mbl.is/RAX

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segir að til skoðunar sé að fá meðeigendur inn í flugfélagið þar sem áframhaldandi stækkun sé orðin mjög dýr. 

Þetta er haft eftir Skúla í frétt á vef Túrista en greint var frá því um miðjan apríl að móðurfélag British Airways hefði eignast um 5% hlut í flugfélaginu Norwegian, sem hefur verið í örum vexti á síðustu árum, og hefði áhuga á að eignast allt félagið. Kaup­un­um er ætlað að auka markaðshlut­deild til þess að mæta auk­inni sam­keppni frá lággjalda­flug­fé­lög­um.

Skúli segir að annaðhvort þurfi að hægja á rekstrinum eða taka inn aukið hlutafé til þess að styrkja stoðirnar. 

„Miðað við umfang rekstrarins þá erum við með lágt eiginfjárhlutfall sem helgast af því að ég byggði félagið upp frá grunni,“ segir Skúli í samtali við Túrista. 

Spurður hvort íslensku flugfélögin séu orðin of stór til að falla svarar hann neitandi en bætir við að það yrði mikið högg ef annað þeirra félli og að nokkur ár tæki að ná jafnvægi. Þá telur hann að fargjöld muni halda áfram að lækka. „Núna reynir á að hafa betri kostnaðarstrúktur en samkeppnisaðilarnir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK