Skuldaviðmiðið nú 189,55%

Yfirlitsmynd yfir Reykjanesbæ.
Yfirlitsmynd yfir Reykjanesbæ.

Ársreikningur samstæðu Reykjanesbæjar var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í gær. Í honum kemur fram að útsvarstekjur Reykjanesbæjar hafi aukist verulega og skuldir lækkað árið 2017 auk þess sem afgangur af reglubundnum rekstri hafi aldrei verið meiri.

Afgangur af rekstarreikningi A- hluta bæjarsjóðs var 1,2 milljarðar króna og rekstrarafgangur samstæðu A- og B-hluta af rekstri voru 1,3 milljarðar. Skuldir og skuldbindingar A-hluta bæjarsjóðs voru í árslok kr. 28,9 milljarðar króna.

Skuldaviðmið Reykjanesbæjar hefur lækkað úr 208,5% niður í 189,55%. Gert ráð fyrir því í aðlögunaráætlun fyrir árin 2017 til 2022 að Reykjanesbær nái 150% skuldaviðmiði árið 2022.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK