HB Grandi greiðir 1,3 milljarða í arð

mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn HB Granda leggur til að á árinu 2018 verði greiddur 1.270 milljóna króna arður til hluthafa, eða sem nemur 0,7 krónum á hlut, vegna rekstrarársins 2017. Upphæðin nemur 2% af markaðsvirði hlutafjár HB Granda í lok árs 2017. 

Þetta kemur fram í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar um dagskrá aðalfundar félagsins sem fer fram 4. maí. Arðurinn verður greiddur 31. maí 2018. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 4. maí 2018 og arðleysisdagur því 7. maí 2018.

Þóknun næsta árs til stjórnarmanna verði 285.000 kr. á mánuði, varaformaður fái einn og hálfan hlut og formaður tvöfaldan hlut. Nemur hækkunin tæplega 8%. 

HB Grandi dróst saman um hálfan milljarð á milli ára. Félagið hagnaðist um 3 millj­arða króna á ár­inu 2017 sam­an­borið við 3,5 millj­arða árið á und­an. HB Grandi hf. gerði út 8 fiski­skip í árs­lok.  Fé­lagið hef­ur nú fengið alla þrjá ís­fisk­tog­ar­ana af­henta, en Eng­ey var til­bú­in til veiða um mitt ár, Ak­ur­ey í fe­brú­ar 2018 og unnið er að því að koma fyr­ir vinnslu og lest­ar­búnaði í Viðey.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK