Hægari taktur í hagvexti

Nýbyggingar við Lækjargötu að taka á sig mynd.
Nýbyggingar við Lækjargötu að taka á sig mynd. mbl.is/Hari

Hagvöxtur á Íslandi mun færast nær því sem gengur og gerist hjá öðrum þróuðum ríkjum gangi ný hagspá greiningardeildar Arion banka eftir. Samkvæmt spánni verður hagvöxtur 2,8% á þessu ári, eykst í 3,2% árið 2019 og minnkar í 2,1% árið 2020. 

Hægari vöxtur í ferðaþjónustunni varð til þess að greiningardeild bankans þurfti að lækka spá sína um ferðamannafjölda á Íslandi fyrir næstu þrjú ár. Ferðaþjónustan verður þó áfram burðarliðurinn í útflutningi þjóðarinnar en flest bendir til þess að hún sé komin yfir mesta vaxtarskeiðið. Er útlit fyrir að útflutningur úr fiskeldi og kísiliðnaði aukist verulega. 

Hægja mun á fjárfestingavextinum í ár, einkum þar sem stórum verkefnum í stóriðju og raforkuframleiðslu er að mestu lokið en fjárfestingarstigið er þó enn um of yfir langtímameðaltali. 

Gert er ráð fyrir viðskiptaafgangi út spátímann sem minnkar hratt eftir því sem dregur úr vexti ferðaþjónustunnar og vöruviðskiptahallinn eykst með auknum innflutningi. 

Greiningardeildin spáir gengisveikingu þegar líða tekur á árið en óvissan er sögð mikil. Bent er á að raungengi krónunnar sé í hæstu hæðum og endurspeglist í því að hvergi finnist dýrari latte-kaffibolli og að aðeins í Noregi finnist dýrari bjór á krana. Þá mun verðbólga skaga upp í 4% á árinu 2019 en lækka svo með hægum takti. 

Úr hagspá greiningardeildar Arion banka.
Úr hagspá greiningardeildar Arion banka. Graf/Arion banki
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK