A321neo Airbus komin í hendur Primera

A321neo Airbus flugvél Primera Air.
A321neo Airbus flugvél Primera Air. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsta A321neo Airbus flugvélin var afhent Primera Air í Hamborg í Þýskalandi í vikubyrjun og hóf samstundis áætlunarflug með flugi til Kaupmannahafnar og Billund í Danmörku. Því næst fer flugvélin til Bretlands þaðan sem hún mun hefja flug til New York og Boston í Bandaríkjunum og Toronto í Kanada.

Þessi fyrsta af þremur A321neo flugvélum sem Primera Air fær á þessu ári er leigð af GECAS og fimm aðrar flugvélar verða leigðar af öðrum aðilum, þar af tvær A321LR. Primera Air verður fyrsta flugfélagið til að taka þær vélar í notkun, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Primera, en þær eru enn langdrægari útgáfa af Airbus A321neo. 

Nýja Airbus A321neo flugvélin er knúin af CFM Leap-1A vélum sem hafa flugdrægni upp á 4.000 nm og verður boðið upp á 16 Premium flugsæti og 182 Economy flugsæti. Airbus A321LR, sem Primera  Air fær afhentar síðar á árinu, fór nýlega í í jómfrúarflug sitt og tilkynnti Airbus að flugdrægni þeirrar tegundar væri 4.750 nm.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK