66°Norður hlaut Útflutningsverðlaunin

Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri Sjóklæðagerðarinnar - 66°Norður, ásamt forseta Íslands.
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri Sjóklæðagerðarinnar - 66°Norður, ásamt forseta Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Sjóklæðagerðin – 66°Norður hlaut í dag  Útflutningsverðlaun forseta Íslands sem veitt voru í 30. skipti.

Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri fyrirtækisins veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Við sama tilefni var Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sæmdur sérstakri heiðursviðurkenningu fyrir að bera hróður Íslands víða um heim, að því er kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu.

„Sjóklæðagerðin - 66°Norður fær verðlaunin fyrir að hafa náð afar athyglisverðum árangri í að hanna, framleiða og selja nútímalegan og vandaðan skjólfatnað, sem er markaðssettur með beinni skírskotun í íslenskan uppruna,“ segir í tilkynningunni.

Heimir Hallgrímsson ásamt forseta Íslands.
Heimir Hallgrímsson ásamt forseta Íslands. Ljósmynd/Aðsend

„Við sama tilefni var Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, veitt sérstök heiðursviðurkenning fyrir að hafa með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og stuðlað að jákvæðu umtali um land og þjóð.“

Tilgangurinn með veitingu verðlaunanna er að vekja athygli á  þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis.

Útflutningsverðlaunin eru nú veitt í 30. sinn en þau voru fyrst veitt árið 1989.

Meðal annarra fyrirtækja er hlotið hafa verðlaunin í gegnum tíðina eru Icelandair Group, Lýsi hf, Bakkavör, Guðmundur Jónason og Hampiðjan, og á síðasta ári hlaut Skaginn – 3X verðlaunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK