Opel riftir og endurnýjar um alla Evrópu

Bílsmiðja Opel í Antwerpen í Belgíu.
Bílsmiðja Opel í Antwerpen í Belgíu. AFP

Bílaframleiðandinn Opel hefur rift öllum samningum við bílaumboð í Evrópu til þess að endurnýja samningana. Forstjóri Bílabúðar Benna segir nýja samninginn mun betri en hinn gamla. 

Þetta kemur fram í frétt á vef þýska fjölmiðilsins Frankfurt Allgemeine sem greinir frá því að 1.600 samningum hafi verið rift í Evrópu, þar af 385 í Þýskalandi. Haft er eftir stjórnanda hjá Opel að ekki verði endurnýjaðir samningar við 12 umboð. Nú standa yfir viðræður um nýja samninga og er búist við að þeir taki gildi árið 2020. 

Bíla­búð Benna tók við umboði fyrir Opel á Íslandi árið 2014 í sam­starfi við Gener­al Motors, fram­leiðanda Opel og Chevr­olet. Benedikt Eyjólfsson, eigandi og forstjóri Bílabúðar Benna, segir að breytingarnar séu jákvæðar fyrir bílaumboðið. 

„Samningurinn var 30 eða 40 ára gamall og orðinn þunglamalegur. Nýi samningurinn snýst um að bæta þjónustuna, stytta boðleiðir og styrkja Opel á rafbílamarkaðinum,“ segir Benedikt í samtali við mbl.is. „Allt varahlutakerfið verður einfaldað sem skilar sér í betri þjónustu fyrir viðskiptavininn.“

Af þeim sökum segist hann sjá fram á að nýi samningurinn leiði fremur til verðlækkunar en verðhækkunar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK