Ný íbúðatalning kynnt

Samtök iðnaðarins kynna í dag nýja íbúðatalningu sína, en starfsmenn samtakanna hafa undanfarið farið um höfuðborgarsvæðið, nágrannasveitarfélög og Norðurland til að telja þær eignir sem eru í byggingu og á hvaða byggingarstigi.

Þá verður einnig kynnt spá um íbúðabyggingar til ársins 2020, farið verður yfir hvaða leiðir eru færar til að mæta aukinni eftirspurn og skoðað hvort sagan geti kennt okkur hvernig bregðast megi við.

Að lokum munu Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Gylfi Gíslason, forstjóri JÁVERKs, Helgi Már Halldórsson frá ASK arkitektum og formaður SAMARK og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Mannvits, sitja í pallborðsumræðum og ræða leiðir til lausna.

Fylgjast má með kynningarfundinum í beinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK