Keyptu 40% hlut í Bílaleigu Flugleiða

Bílaleiga Flugleiða ehf. var stofnuð árið 1971 og hefur verið …
Bílaleiga Flugleiða ehf. var stofnuð árið 1971 og hefur verið sérleyfishafi bílaleigunnar Hertz á Íslandi frá árinu 1973. Ljósmynd/Aðsend

Horn III slhf., framtakssjóður í rekstri Landsbréfa hf., hefur keypt 40% hlut í Bílaleigu Flugleiða ehf. af stjórnendum félagsins sem eiga eftir viðskiptin 60% hlut, að því er fram kemur í fréttatilynningu.

Bílaleiga Flugleiða ehf. var stofnuð árið 1971 og hefur verið sérleyfishafi bílaleigunnar Hertz á Íslandi frá árinu 1973. Hertz er alþjóðleg bílaleiga og er með um 8.500 leigustöðvar í 150 löndum.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Horn III sé 12 milljarða króna framtakssjóður sem stofnaður var af Landsbréfum. Hluthafar eru rúmlega 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Horn III fjárfestir í óskráðum íslenskum fyrirtækjum með trausta og góða rekstrarsögu. Stjórnendur Bílaleigu Flugleiða og stjórnarmenn eru Hendrik Berndsen, Sigfús B. Sigfússon, Sigurður Berndsen og Sigfús R. Sigfússon.

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og Brandsvik Corporate Finance voru ráðgjafar seljenda og  stjórnenda. Akrar Consult og Pacta lögmenn voru ráðgjafar Horns III.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK