Launum stjórnenda sett skynsamleg mörk

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Hanna

„Við vitum öll að umræða um mjög há laun stjórnenda hefur áhrif,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, á ársfundi samtakanna sem var haldinn í Hörpu í dag.

Hann sagði að tilhneigingin hafi stundum verið sú að bíða eftir að slík umræða hjaðni og líta í framhaldinu svo á að málinu sé lokið. Það sé hins vegar ekki raunin.

„Á tímum nútímafjölmiðlunar og samfélagsmiðla gleymist ekkert. Umræðan hefur neikvæð áhrif, ekki einungis á viðkomandi fyrirtæki heldur atvinnulífið í heild,“ sagði hann.

Eyjólfur bætti við að á hinum Norðurlöndunum sé það ekki liðið að forstjórar og æðstu stjórnendur hækki umfram almenna launaþróun.

Hann sagði mikilvægt að fyrirtæki taki ábyrgð sína alvarlega gagnvart lögum og reglum og starfi í góðri sátt við umhverfi sitt og samfélag.

Einnig tók hann fram að það sé sérstaklega mikilvægt að fyrirtæki sem eru skráð á almennan hlutabréfamarkað móti starfskjarastefnu fyrir stjórnendur sína og setji launum og aukagreiðslum skynsamleg mörk sem samræmist íslenskum veruleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK