Jarðboranir í söluferli

Ljósmynd/Jarðboranir

Ákveðið hefur verið að hefja söluferli á 100% hlut í Jarðborunum hf. Jarðboranir eru í eigu SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf., einkafjárfesta og starfsmanna.

Sögu Jarðborana má rekja aftur til ársins 1945 þegar Jarðboranir ríkisins hófu starfsemi, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka. Það var síðan árið 1986 að Jarðboranir í núverandi mynd var stofnað. Meginmarkmiðið með stofnun Jarðborana árið 1986 var að viðhalda og auka þá þekkingu sem hafði þegar myndast á Íslandi við jarðhitaboranir, að því er segir í tilkynningu.

„Jarðboranir er leiðandi fyrirtæki á Íslandi á sínu sviði og starfar á mörkuðum víða um heim. Félagið á og rekur sex stóra bora auk safns minni bora. Fyrirtækið hefur öðlast mikla reynslu á undanförnum áratugum og er á árinu 2018 með verkefni í fimm löndum í fjórum heimsálfum. Hjá félaginu starfa um 150 manns.

Íslandsbanka hefur verið falinn umsjón með söluferlinu. Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband í gegnum netfangið icelanddrilling@islandsbanki.is,“ að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK