Innflytjendur 16,5% starfandi fólks

Árið 2017 voru að jafnaði 197.094 starfandi á Íslandi. Af …
Árið 2017 voru að jafnaði 197.094 starfandi á Íslandi. Af þeim voru konur 47,1 % og karlar 52,9%. mbl.is/Kristinn Magnússon

Innflytjendur voru að jafnaði 16,5% starfandi fólks árið 2017. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands.

Árið 2017 voru að jafnaði 197.094 starfandi á Íslandi. Af þeim voru konur 92.855 eða 47,1 % og karlar 104.239 eða 52,9%. Starfandi innflytjendur voru að jafnaði 32.543 árið 2017 eða 16,5% af öllum starfandi.

Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að árið 2017 voru starfandi með skráð lögheimili á Íslandi að jafnaði 190.909 á árinu eða 96,9% allra starfandi. Alls höfðu 163.660 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn eða 83,5%. Af innflytjendum voru 27.249 með lögheimili á Íslandi eða 83,7% en 5.295 höfðu ekki lögheimili á Íslandi eða 16,3%.

Einstaklingur, sem fæddur er erlendis og á foreldra og báða afa og báðar ömmur sem einnig eru fædd erlendis, telst innflytjandi samkvæmt aðferðum Hagstofunnar. Aðrir teljast hafa einhvern íslenskan bakgrunn. 

Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta sinn niðurstöður um fjölda starfandi á íslenskum vinnumarkaði samkvæmt skráargögnum. Niðurstöður ná til allra einstaklinga með atvinnutekjur sem eru gefnar upp til staðgreiðslu. Það eru laun vegna vinnu, fæðingarorlofsgreiðslur og reiknað endurgjald. Fjöldi starfandi er flokkaður eftir kyni, aldri, bakgrunni og staðsetningu lögheimilis. Talnaefnið verður uppfært mánaðarlega á vef Hagstofunnar. Nánari upplýsingar er að finna í lýsigögnum á vef Hagstofunnar. Um er að ræða bráðabirgðatölur sem geta tekið breytingum yfir tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK