Hvatti til breytts verklags

Birna Einarsdóttir.
Birna Einarsdóttir. mbl.is/Golli

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir í Morgunblaðinu í dag að hún hafi gert athugasemdir við að aðeins hafi staðið til að boða fimm karla í viðtal í tengslum við ráðningu nýs forstjóra Borgunar.

Hún hafi hvatt stjórn félagsins til þess að ræða við fleiri einstaklinga þar sem hún hefði haft vitneskju um að öflugar konur hefðu sótt um starfið einnig. Birna hafnar því að afskipti sín af ferlinu hafi verið óeðlileg.

Þá hafnar Birna því að sú ákvörðun að endurnýja ekki umboð Erlendar Magnússonar, stjórnarformanns Borgunar, á aðalfundi sem haldinn verður um miðjan mars, tengist fyrrnefndu ráðningarferli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK