Ágúst Ólafur selur í Kjarnanum

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur selt allan sinn hlut í Kjarnanum til móðurfélags Kjarnans. Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarritstjóri Kjarnans hefur bæst við hluthafahópinn og á hún rétt tæplega 1% hlut. 

Þetta kemur fram í frétt á vef Kjarnans. Þar segir að Ágúst Ólafur hafi keypt hlut í fjölmiðlinum árið 2014. Eftir að hafa tilkynnt um að hefja stjórnmálaþátttöku haustið 2017 hafi hann ákveðið í samráði við stjórnendur félagsins og aðra hluthafa að selja hlut sinn. Nú er sölunni lokið og átti Ágúst Ólafur 6,25% hlut í félaginu áður en hann seldi. 

„Í fjöl­miðlum hefur verið fjallað um að hlutur Ágústs Ólafs Í Kjarn­anum hafi auk­ist milli áranna 2017 og 2018. Það gerð­ist í kjöl­far þess að hlut­haf­a­lán, sem veitt var vegna fjár­fest­inga á fyrri hluta árs­ins 2017, var breytt í hlutafé í byrjun árs 2018,“ segir í frétt Kjarnans.

„Því átti sú aðgerð sér stað tölu­vert áður en Ágúst Ólafur til­kynnti um þátt­töku í stjórn­málum og náði kjöri sem þing­mað­ur. Fjöl­miðla­nefnd hefur verið til­kynnt um breyt­ing­arnar líkt og lög gera ráð fyr­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK