Tapaði 4,5 billjónum á tveimur vikum

Auður Chris Larsen sveiflast til og frá.
Auður Chris Larsen sveiflast til og frá. Ljósmynd/Ripple.com

Rafmyntin ripple hefur fallið um 74% í verði frá því að hún náði hámarki í 3,84 Bandaríkjadölum þann fjórða janúar. Lækkunin hefur þurrkað út 4.548 milljarða króna af auðæfum skapara ripple. 

Fréttavefur CNBC greinir frá því að Chris Larsen, skapari ripple, hafi átt andvirði 6.192 milljóna króna í ripple þegar ripple náði hámarki í byrjun janúar. Þá var hann einn ríkasti maðurinn í Bandaríkjunum á blaði samkvæmt lista Forbes, ríkari en stofnendur Google. Hann á auk þess 17% í fyrirtækinu sem framleiðir og sér um ripple og gegnir þar stöðu forstjóra. 

Helstur rafmyntirnar hafa hríðfallið í verði á síðustu tveimur dögum en fjárfestar hafa áhyggjur af því að yfirvöld í Suður-Kóreu og Kína ætli að setja rafmyntum þröngar skorður. 

Þó að tapið hafi höggvið í auðæfi Larsen getur hann enn vel við unað. Hann er metinn á rúma 1.600 milljarða króna og situr í 32. sæti á listanum fyrir ofan fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK