Norðurbakki með flesta framkvæmdastjóra

Á Norðurbakkanum í Hafnarfirði búa flestir framkvæmdastjórar á Íslandi.
Á Norðurbakkanum í Hafnarfirði búa flestir framkvæmdastjórar á Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flestir framkvæmdastjórar íslenskra fyrirtækja búa við Norðurbakka í Hafnarfirði, samkvæmt samantekt sem Creditinfo gerði fyrir ViðskiptaMoggann, eða 64 framkvæmdastjórar í 81 fyrirtæki.

Á meðal þeirra sem þar búa má nefna Ásbjörn Björnsson framkvæmdastjóra endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young og Katrínu Óladóttur framkvæmdastjóra ráðningarþjónustunnar Hagvangs.

Sú gata sem er með næst flesta framkvæmdastjóra á landinu er Logafold í Reykjavík með 62. Í þriðja sæti er svo Langalína í Garðabæ með 59 framkvæmdastjóra. Fjórða fjölmennasta framkvæmdastjóragatan er Lundur í Kópavogi með 58 framkvæmdastjóra, en sú fimmta fjölmennasta er Langholtsvegur í Reykjavík með 55.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK