Kaupsamningi rift vegna skorts á upplýsingum

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær seljanda fasteignar á Vatnsendabletti í Kópavogi til þess að endurgreiða kaupandanum það sem hann hafði greitt fyrir fasteignina og heimilt væri að rifta kaupsamningum þar sem ekki var upplýst um að lóðin væri leigulóð og samningurinn uppsegjanlegur með árs fyrirvara. 

Féllst dómari á það með kaupanda að um verulegan galla á fasteign væri að ræða en hvorki seljandi né starfsmenn fasteignasölunnar vöktu athygli kaupanda á því að um eignina giltu ákvæði lóðarleigusamnings um að hann væri af hálfu landeiganda uppsegjanlegur með eins árs fyrirvara og að hann liði undir lok innan fárra ára. Þá vakti seljandi ekki athygli kaupanda á því að ekkert ákvæði væri í samningnum um að hann framleigðist áfram ef seljandi kysi svo, heldur væri það undir afnotarétthafa landsins komið.

Um er að ræða lóð á landi í Vatnsenda og var lóðarleigusamningurinn gerður við þáverandi landeiganda, Magnús Hjaltested, árið 1995 en þar kemur fram að lóðin sé leigð til 30 ára. 

Dómurinn í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK