Kanna möguleika á flugi til Asíu

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

„Leiðakerfið vestur um haf er í raun orðið ótrúlega öflugt. Það er aðeins British Airways sem býður upp á fleiri áfangastaði en við í Norður-Ameríku,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í ViðskiptaMogganum í dag. 

Hann segir að félagið sæki nú fram í kjölfar mikillar uppstokkunar á skipulagi þess. Meðal þess sem nú sé skoðað sé að hefja flug inn á nýja og fjarlægari markaði.

„Við erum einnig að skoða ákveðna möguleika í Asíu og einnig að fara dýpra inn í Evrópu. Asía er spennandi, líkt og Afríka að því marki að þar er vöxturinn gríðarlegur. Það er að skapast eftirspurn eftir flugi til og frá þessum heimsálfum og við viljum skoða möguleika á því að sækja sneið af þeirri köku, annað hvort sjálf eða í samstarfi við aðra aðila.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK