Emirates kemur Airbus til bjargar

A380-þota sem flýgur undir merkjum Emirates.
A380-þota sem flýgur undir merkjum Emirates. AFP

Flugfélagið Emirates Airlines hefur skrifað undir 16 milljarða dala samning við franska flugvélaframleiðandann Airbus um kaup á 36 þotum af tegundinni A380 superjumbo. Fyrir aðeins fáeinum dögum tilkynnti Airbus að framleiðsla á þotunum yrði hætt ef engar pantanir bærust. 

Samningurinn felur í sér kaup á 20 þotum og valrétt á 16 í viðbót. Afhendingin þotanna hefst árið 2020 en Emirates er nú þegar stærsti kaupandi A380-þotanna með 101 þotu í flotanum og 41 pantaða. 

Airbus tilkynnti á mánudag að mögulega þyrfti að hætta framleiðslu á A380 þar sem engar pantanir hefðu borist síðustu tvö ár. Emirates var sagt eina flugfélagið sem hefði burðina til þess að leggja fram nógu stóra pöntun til að halda framleiðslunni áfram en í nóvember slitnaði upp úr viðræðum milli fyrirtækjanna tveggja 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK