Skyrið í útrás og yfir 20 þúsund tonn í ár

Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vörumerkinu ÍSEY skyr.

Mjólkursamsalan reiknar með að vinna í 27 markaðslöndum á þessu ári, að sögn Jóns Axels Péturssonar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS.

Finnland er það land þar sem mest er selt af skyri og var vöxturinn þar ævintýralegur fyrstu árin. Alls voru seld um 4.900 tonn af skyri í Finnlandi í fyrra í 30 milljón dósum fyrir tæplega tvo milljarða króna. Miðað við sölu á hvern íbúa er Ísland þó enn í efsta sæti með um 2.800 tonn. Í umfjöllun um útrás aþessa í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að tollkvótar Evrópusambandsins setja útflutningi verulegar skorður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK