Bitcoin í snörpum lækkunarfasa

AFP

Bitcoin hríðlækkaði í verði í dag niður í sex vikna lágmark undir 12 þúsund Bandaríkjadölum. Greinendur rekja verðfallið til þess að víða séu yfirvöld byrjuð að kanna hvernig regluverk eigi að setja í kringum rafmyntina. 

Undir lok síðasta árs náði bitcoin hámarki í rúmum 19 þúsund dölum en síðan þá hefur rafmyntin fallið um 40% í verði og nam lækkunin í dag 20% þegar hún var sem mest. Aðrar stórar rafmyntir lækkuðu einnig verulega í verði. 

„Að útskýra verðsveiflur bitcoin er snúið en ástæðan að baki þessu hruni getur verið sú að þrýstingur á að setja regluverk um rafmyntir er að magnast,“ segir Neil Wilson, greinandi hjá ETX Capital við fréttastofu AFP en yfirvöld í nokkrum löndum, þar á meðal Kína og Suður-Kóreu, hafa einsett sér að koma böndum á rafmyntir. 

„Óvissan sem magnaðist eftir fréttir af því að yfirvöld í Kína ætluðu að þrengja að bitcoin gæti leitt til frekari verðlækkana,“ segir Lukman Otunuga, greinandi hjá FXTM.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK