Punktafríðindin að renna út

AFP

Síðasti notkunardagur Points-punktanna á Mastercard-kortum er 28. febrúar en eftir það verða punktarnir ekki aðgengilegir á heimasíðu Points. Í þeirra stað kemur nýtt fríðindakerfi. 

Kreditkort, sem er útgefandi Mastercard á Íslandi, sendi tölvupóst á korthafa í lok nóvember vegna breytinganna. Þar segir að frá og með 26. janúar safni kortið ekki lengur slíkum punktum og að 28. frebrúar verði punktarnir ekki aðgengilegir á heimsíðunni. Eru korthafar hvattir til þess að nota punktana fyrir þann tíma. 

Í nýlegri tilkynningu á vef Kreditkorts segir að breytingarnar lúti að innleiðingu nýs fríðindakerfis sem mun bjóða korfhöfum upp á tilboð þar sem tiltekin fyrirtæki og seljendur bjóða korthöfum afslátt ef verslað er á tilteknu tímabili. 

Afsláttur sem fyrirtæki veitir verður greiddur inn á reikning korthafa til frjálsrar ráðstöfunar. Tekið er fram að tilboðum fríðindakerfisins kunni að vera eingöngu beint til tiltekinna hópa af korfhöfum sem valdir eru á ópersónulegan hátt, til dæmis eftir búsetu, neysluhegðun eða kyni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK