„Veggurinn“ frá Samsung á næsta leiti

„Veggurinn“ er réttnefni á vörunni.
„Veggurinn“ er réttnefni á vörunni. Ljósmynd/Samsung

Raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti á dögunum „Vegginn“ sem er gríðarstórt sjónvarp, heilar 146 tommur að stærð. Samsung hefur ekki sett verðmiða á sjónvarpið enn sem komið er.  

Fréttavefur Business Insider greinir frá því að sjónvarpið sé myndað úr ljósdíóðum sem eru mun smærri en þær sem ganga og gerast á markaðinum í dag. Þær eru raunar sinn eigin ljósgjafi sem þýðir að sjónvarpið þarf ekki svokallað bakljós (e. backlight).

Auk þess er sjónvarpið byggt úr einingum þannig að notandinn geti breytt því að hentugleika, til dæmis gert það stærra eða minna. 

Ljósmynd/Samsung

Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC í dag kemur fram að Samsung geri ráð fyrir methagnaði síðasta fjórðung ársins 2017 sem nemi rúmum 14 milljörðum Bandaríkjadala. Það er hins vegar nokkuð undir spá greinenda sem gerðu ráð fyrir hagnaði upp á 15,9 milljarða dala. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK