Sekt Securitas lækkuð um 40 milljónir

Samkeppniseftirlitið lækkaði sekt Securitas úr 80 milljónum í 40 milljónir.
Samkeppniseftirlitið lækkaði sekt Securitas úr 80 milljónum í 40 milljónir.

Samkeppniseftirlitið hefur lækkað sekt Securitas vegna brota á samkeppnislögum úr 80 milljónum í 40 milljónir. Fólust brot Securitas í því að því að fyrirtækið gerði einkakaupasamninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn, en samningarnir fólu í sér að viðskiptavinunum var óheimilt að eiga viðskipti við aðra þjónustuaðila um þriggja ára skeið.

Eftir að Samkeppniseftirlitið lagði upphaflega stjórnvaldssekt á fyrirtækið var ákvörðuninni áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Með fylgdu ný gögn sem ekki höfðu legið fyrir áður. Lutu þau að kostnaði Securitas við gerð viðskiptasamninga um öryggisþjónustu.

Óskaði Securitas svo eftir endurupptöku málsins og féllst Samkeppniseftirlitið á það. Var í framhaldinu gerð sátt í því skyni að ljúka endurupptökumálinu. Sem fyrr segir féllst sú sátt í að sektin var lækkuð í 40 milljónir og þá mun Securitas ráðast í aðgerðir til þess að tryggja að samningar þeirra við viðskiptavini hindri ekki samkeppni. Mun Securitas m.a. endurskoða alla viðskiptasamninga fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK