Ísland fer hratt upp listann

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ísland hefur á einu ári stokkið úr tíunda sæti í fimmta sæti listans yfir landsframleiðslu á mann í Evrópuríkjunum. 

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum fyrir árið 2016 sem Hagstofan greinir frá var landsframleiðsla á mann á Íslandi 28% yfir meðaltali ESB-ríkjanna og í fimmta sæti Evrópuríkjanna 37 en var í tíunda sæti ári fyrr.

Lúxemborg var í fyrsta sæti þar sem landsframleiðsla á mann var 158% yfir meðaltali ESB ríkjanna og Írland í öðru sæti, 83% yfir meðaltalinu.

„Lúxemborg sker sig úr, en líta verður til þess að fjöldi fólks vinnur og verslar í landinu og leggur til landsframleiðslunnar, en býr utan þess og telst því ekki til íbúa,“ segir í frétt Hagstofunnar. 

Samkvæmt endanlegum tölum fyrir árið 2014 var magn vergrar landsframleiðslu á mann á Íslandi 19% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28. Ísland var ellefta í röð ríkjanna 37.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK