Sjá tækifæri í styttingu grunnskólanáms

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Verðmæt tækifæri kunna að felast í styttingu grunnskólanáms á Íslandi um eitt ár að mati Samtaka atvinnulífsins en þau færa rök fyrir því að þannig væri hægt að auka fjárframlög á hvern nemanda og bjóða kennurum samkeppnishæfari laun. 

Þetta kemur fram í pistli á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að ýmislegt bendi til þess að dregið hafi úr gæðum náms á grunnskólastigi hérlendis. Til að mynda hafi árangri íslenskra nemenda í PISA-prófum hrakað talsvert síðan árið 2003, sérstaklega í lestri og stærðfræði. Vísað er til niðurstaðna OECD sem sýna að fjöldi kennslustunda skipti ekki höfuðmáli heldur sé aðalatriði hvernig tími nemenda sé nýttur. 

„Ef gert er ráð fyrir styttingu náms um eitt ár eru nemendur að jafnaði 9 ár í grunnskóla og því má gera ráð fyrir að fjöldi grunnskólanemenda væri nær 40.000 nemendum, sem er, eðli máls samkvæmt, um 10% fækkun nemenda.

[...] Að því gefnu að fjárframlög yrðu ekki lækkuð við styttingu hefði hún í för með sér hækkun á fjárframlagi á hvern nemanda sem jafngildir fækkun þeirra, þ.e. um það bil 10% hækkun. Hækkunin myndi nema tæplega kr. 183.997,- á hvern nemanda.

Þá er bent á að með styttingu grunnskólans sé hægt að hækka laun kennara umtalsvert án aukins kostnaðar hins opinbera. Þannig megi hækka grunnlaun umsjónarkennara með 5 ára starfsreynslu úr 516.846 krónum á mánuði í 568.530 krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK